Gamankvæði um engil



Margt er hér skráð og skrifað
og skrafað, um allt sem var.
"En til hvers er lífinu lifað?"
Hann leitaði, en fann ekki svar -

Er missti hann vængina og vaknaði
til verunnar hér í heimi,
þá einhvers sárt víst saknaði
sorgmæddur engill frá geimi -

En þegar dauðinn hans döggvaði brá,
dyrnar opnuðust aftur
og loks með englinum ljósinu hjá
lifnaði horfinn kraftur -

Í skýjunum hoppandi glaður er hann
að hafa sinn vanmátt kvatt
Hann flögrar nú feginn um himnarann
og fagnar þar öllu svo glatt!

(Höf. ók.)