Gjöf
	 
    
    
	         
	
      
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
     
     
    
    
    
  
   
  
  
  
  
  
 
  
  
  
 
 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home