ég er


ég er maður af mold
meistaraverk
hugur minn haf
hjartað þess brim
andi minn allt
alvaldsins glóð
ég lofsyng þig líf
lithvörf þín ber

ég var fangi þinn frost
fann varla til
reiði mín rík
ég var rjúkandi flak
hvert spor mitt var spurn
er sprendi af sér ok
ég er brynvarið barn
er biður um yl.

tregi og tár
trú mín og ár
vakandi var
von mín um svar

ég er eldur og ís
ástmögur alls
fýk um sem fræ
faðmlög mín hlý
mildur og meyr
mælskur og tær
líf mitt er ljóð
ljóshaf og bros

einn morgun ég mun
mæta þér guð
mitt kjarklaysi klætt
í kyrtil þinn sól
þá syngur mín sál
silfurtær orð
í hambrigða hljóm
og hugur minn rór

Hörður Torfason

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home